Í aldanna rás hefur María mey skipað sérstakan stað í Reglunni okkar, hún er ákölluð sem verndardýrlingur, Móðir, Drottning, Systir, fyrirmynd og leiðsögumaður á vegum bæna og andlegs lífs.
Dagurinn 16. júlí tengist sérstökum atburði í sögu Karmels:
Þegar Karmelsbræður komu frá Palestínu til Evrópu á 13. öld, var ekki tekið vel á móti þeim, einkum vegna austræns anda þeirra og ekki síst að þeir kölluðu sig bræður Maríu meyjar. Mótstaða við þá var svo mikil að þeir óttuðust að Karmelreglan mundi ekki lífa af. Yfirmaður Reglunnar Símon Stock bað þá Maríu mey um hjálp. Þann 16. júlí 1251 birtist María mey honum, klædd Karmelsbúningi og gaf honum skapular með loforði um að skapúlarið væri tákn um vernd og ást hennar og hver sem mundi bera það með virðingu mundi njóta sérstakar náðar og verndar. Síðar varð skapularið sem var áður einhverskonar svunta, að klæði Maríu meyjar. Skapularið varð tákn um að fela sig undir vernd hennar. Með tímanum breiddist skapularið út og reglufólk og leikmenn um allan heim bera skapular til að fela sig í vernd Maríu meyjar frá Karmelfjalli.
María mey efndi loforð sitt við Símon Stock og hjálpaði Karmelbræðrum á 13. öld og í aldana rás. Bæði Karmelreglan og hver sá sem snýr sér til hennar, nýtur ljúfrar og gáfulegrar verndar hennar. Hún vill einnig umlykja okkur með þessari vernd í okkar daglega lífi.
Þeir sem þiggja skapular, eiga að bera það með virðingu og stefna að því að líkjast Maríu mey í lífi sínu. Hún bendir okkur á, eins og í Kana í Galíleu (Jh 2,5): "Allt það sem hann segir ykkur, það skuluð þið gera." Hver og einn sem svarar þessari hvatningu Maríu meyjar verður fyrir þeirri reynslu að vatn veikleika okkar breytist í vínið, kærleika Guðs, sem einn gerir hjarta okkar hamingjusamt.
Heilög Teresa af Jesú frá Avila, okkar andleg móðir er einn stærsti dulspekingur, kirkjufræðari, meistari bænarlífs, endurreisari Karmelreglunnar og stofnandi berfættra Karmelnunna og berfæra Karmelíta.
Það virðist erfitt að meta framlag hennar til kirkjunnar.
Ritverk hennar (Bókin um líf mitt, Vegurinn til fullkomleikans, Borgin hið innra, Bókin um stofnun klaustranna, Ljóð og minni skrif ) eru kennslubækur fyrir þá sem ákveða að leggja af stað í andlega pílagrímsferð innra með sér. Kennsla hl. Teresu kemur ekki af vangaveltum eða þekkingu úr bókum. Hún er vitnisburður um það sem Guð framkvæmdi í sál hennar þegar hann leiddi hana til hæstu þekkingar Guðs og hennar sjálfrar sem er hægt að hafa í þessu lífi. Hl. Teresa deilir þessum fjársjóði með sínum andlegum dætrum og sonum og gerir það áfram, nú í nær 500 ár.
Hl. Teresa sem með svo djúpu andlegu lífi var um leið kona framkvæmda. Hún stofnaði 17. klaustur berfættra Karmelnunna,
vakti yfir þróun þeirra, sá um allt sem tengdist byggingu og kaup klaustra. Oft þurfti hún að ferðast í neyð var ekki að hika að leita hjálpar hjá hæstu mönnum hennar tíma, glímdi við erfiðleika sem í ríkum mæli mætti í lífinu. Hún er lífandi sönnun að sönn bæn er ekki flótti frá lífinu. Aftur á móti leiðir bænin til kunnáttu að meta hluti rétt og nota alla hæfileika sálar og líkama sem maður á, öðrum til góðs.
Bæn eins og hl. Teresa kenndi er persónulegt samband við Guð. Guð sem er sá fyrsti sem leitar svona sambands, verður vinur okkar, ást og líf okkar, hann verður að tilgangi lífsins og allt í lífinu á jörðinni skýrist í ljósi hans. Hl. Teresa er sannfærð um að innri bæn eins og hún iðkar og skilur hana,er stunduð af þrautseigju verður hún að læknislyfi allra andlegra kvilla. Maður sem er upptekinn í daglegu lífi af öllu þessu sem er veraldlegt, oft er ekki meðvitaður að hann hafi raunverulega innri veröld og Guð er miðdepill hans. Fyrst þegar maður leyfir honum að leiða sig inn gefist okkur tækifæri á að skilja hver hann er. Sjaldan erum við með sanna þekkingu okkur sjalfum og þess vegna getur þessi leið verið kvalafull en leiðir til frelsisins: "og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa." (Jh 8,32).
Hl. Teresa fullyrðir að innri bæn er ekki aðeins fyrir útvalda. Hver og einn er velkominn í þessa innra ferð. Þessi andleg "ferð" er mjög persónuleg upplifun en um leið hefur einkenni og hl. Teresa fræðir okkur um það. Guð vill veita öllum fyllingu lífsins. Hurð að þessari fyllingu er alltaf opin í bæn.
[…} Hversu mikla gæsku auðsýnir Guð þeirri sál sem fúslega leggur rækt við bænina, þrátt fyrir að það sé ekki sem skyldi. Ef
sálin er staðföst í bæninni í þessari hringiðu synda, freistinga og mistaka sem djöfullinn leggur fyrir hana á þúsund vegu, mun
Drottinn að lokum beina henni til hafnar hjálpræðisins […]. Bókin um líf mitt 8,4.
Íkonið lýsir, á myndrænan hátt, heilagri Teresu frá Avila í hlutverki Móður hinnar endurnýjuðu Karmelreglu, þar sem hún miðlar andlegum dætrum sínum og sonum náðargjöfum frá Guði. Höfuð táknmyndin endurspeglar engil sem nístir hjarta hennar með brennandi ör, þetta er atriði sem hún lýsir í bók sinni er ber heitið "Ævisaga": "Mér fannst sem hann þrýsti henni margsinnis inn í hjartastað og langt inn í iður. Þegar hann dró hana út, leið mér sem innyflin fylgdu á eftir og mér fannst sem ég væri altekin loga hinnar Guðdómlegu elsku." Jóhannes af krossinum skýrir þetta á eftirfarandi hátt: "Þetta er gjöf sem fáeinum hlotnast, fyrst og fremst þeim sem ætlað er það hlutverk að miðla börnum sínum af styrkleika sínum og andagift. Er Guð skapar andann gefur Hann foreldrum auðlegð, sem þeir síðan miðla niðjum sínum sem arfleifð í misríku mæli." (Hinn lifandi logi kærleikans 2, 12). Hinn rauði litur kuflsins hennar er táknrænn fyrir hjarta Teresu. Á táknmáli íkonsins felur hann einnig í sér gildi lífsins, bjartsýni, fegurð og hreinleika. Þennan Guðdómlega anda, í öllum sínum mikilfengleik, færir Teresa Karmel fjölskyldu sinni í ímyndinni af klaustri heilags Jósefs í Avila, fyrsta klaustri hinna berfættu Karmelnunna, sem hún stofnaði. Það er upptendrað af sama loga sem fyllti hjarta hins helga Dýrlings og endurreisnara Karmelreglunnar. Það er einnig táknmynd allra annarra klaustra sem hún stofnaði ásamt öllum þeim fjölmörgu um heim allan, sem síðar voru stofnuð og eru starfandi enn þann dag í dag. Samkvæmt heilagri Teresu er þetta klaustur bænavígi, sem er ætlað það hlutverk að umvefja allar þjóðir. Það er einnig táknrænt fyrir sálina, hinn innri kastala umkringdur múrvegg, þar sem Kristur konungur ávallt ríkir. Veggjunum svipar til borgarmúra Avila, fæðingarstaðar Dýrlingsins. Veggirnir og turnarnir leiða hugann að birtingarmynd Nýju Jerúsalemborgar eins og henni er lýst í Opinberunarbókinni: framtíðar paradísinni, því eins og Teresa orðar það: "Þetta hús er sannarlega paradís fyrir þá sem njóta þess til fulls að lifa sínu lífi í fullu samræmi við vilja Jesú". Klausturlíf, sér í lagi líf í íhugunarklaustri, einkennist af tilhlökkun til þess framhaldslífs, sem njóta má nú þegar í þessu lífi. Inngangurinn að klaustrinu er prýddur styttu af heilögum Jósef, sem heilög Teresa leitaði sjálf verndar hjá og helgaði sig alla sína ævi. Klaustrið er byggt á kletti, rammgert hús á styrkum grunni - eins og segir í dæmisögu fagnaðarerindisins - þar til gert að standa af sér alla storma. Um leið og það er sem borg byggð á fjallstindi, er það jafnframt líkt og ljós á kertastjaka, sem uppljómar alla þá er kjósa að nýta sér þá náð sem þaðan streymir. Þessi staðsetning á fjallstindi minnir einnig á að til að öðlast þá gersemi sem leynist í garði Karmels er krafist þolraunar á sleitulausri vegferð lífsins þar sem enginn skortur er á jarðsprungum og öðrum hættum. Hinsvegar þá veitir raunveruleg viðvera og forsjón heilagrar Teresu öllum þeim einstaklingum kraft og uppljómun, sem eiga við andleg átök að etja, en einnig þrá til að lifa af hugrekki og í samræmi við hvatningarorð heilagrar Teresu, eins og greint er frá á blöðum bókarinnar, sem hún heldur á: "Ég vil ganga þar sem þú gekkst, og það sem þú þurftir að þola vil ég einnig þola". Það eru þrjú tákn sem einkenna Dýrlinginn á íkoninu: bók, fjaðrapenni, handskellur sem liggja við rætur hlíðarinnar, og doktorshöfuðfat. Þessi tákn gefa til kynna hina vel samhæfðu eiginleika svo einkennandi fyrir manngerð hennar: hyggjuvit, frjóir vitsmunir, og lífsgleði sem hún nýtir af ástríðu á lífsferli sínum í samræmi við hennar spænska eðli. Doktors höfuðfatið er virðingartákn um stöðu hennar sem kirkjufræðari, titill sem henni var veittur árið 1970. Hún er fyrsta konan af þremur sem hlotið hefur þann heiður. Með þessum titli (Lat. Doctor Ecclesiae) umbunar páfinn þeim dýrlingum sem framar öðrum hafa stuðlað að auknum skilningi á Guðdómlegum leyndardómum og hafa þannig lagt ríkan skerf að mörkum varðandi þekkingu á kristilegri innri reynslu. Lifandi trú, sem hér er tákngerð með silfurlit, vísar til þeirrar eðlislægu auðlegðar sem heilagri Teresu var áskapað fyrir náð Guðs. Samkvæmt umsögn heilags Jóhannesar af krossinum (Canticle, 12) "getur trúin gert okkur kleift að íhuga hina Guðdómlegu leyndardóma nú þegar hér á jörðu. Á himnum munum við hins vegar sjá allt afhjúpað í sælusýn" - sem hér er túlkað með gulllituðum bakgrunni. Það var trúin sem var vegvísir, hald og traust heilagrar Teresu í óþrjótandi leit hennar að Sannleikanum. Silfurlitur er einnig táknrænn fyrir hreinleika, trúfestu og hamingju. Kufl Karmelíta er brúnn. Sá litur er í fullu samræmi við táknmynd litarins á íkoninu: jörð, efni, fátækt. Ljós brúni liturinn aftur á móti, táknar birtingarmynd hins skapaða raunveruleika og hins dýrlega ummyndaða. Brúnn skapúlar ásamt hvítum neðri bút er tákn um sérstaka hollustu við Maríu og fullvissu um móðurlega vernd hennar. Því hún, ólíkt öllum öðrum sköpuðum mannlegum verum, var þess megnug að lifa sínu venjubundna daglega lífi í vídd jarðnesks raunveruleika - sem Sacrum í stöðugri sameind við Jesú. Við hina hátíðlegu innvígslu athöfn í Karmelreglu - á þeirri stundu þegar umsækjandinn er íklæddur hvítum kufli - þá hljóma til hennar eftirfarandi orð: "Þeir sem fylgja í fótspor hins saklausa lambs munu ganga með Honum í hvítum klæðum, taktu því á móti þessum hvíta hjúp sem tákn um innri hreinleika". Allt fram á þennan dag er hvíti kuflinn, sem hinn nýskírði íklæðist, tákn um að tilheyra Kristi. Meðferð þessa litar á íkoninu er með svipuðum hætti: hann er tákn um Guðdómlegt ljós - sem svipar mjög til táknmyndar gyllta litarins - tákn um hreinleika, heilagleika og einfaldleika. Hreinlynt fólk, sem lifir í fullu samræmi við trúna, og þeir sem "hafa þvegið skikkjur sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins" (Op 7.14) ásamt englum, postulum, spámönnum og Kristi sjálfum var lýst sem klæddum hvítum klæðum. Í þessu sambandi er Teresa, sem naut mikillar spádómsgáfu og verður ávallt kennari og postuli hins innra lífs kirkjunnar, ekki síður vel að honum komin ekki síst vegna sleitulausrar leitar hennar að Sannleikanum. Fábrotið leðurbelti Karmelíta er tákn um hlýðni, að fylgja Kristi "hvert sem Hann fer" (Op 14,4) - ávallt líkjandi eftir kærleika Hans "þar til yfir lýkur" með því að breyta dags daglega í samræmi við hið Nýja Boðorð Hans, sem Hann á svo táknrænan hátt sýndi í verki er Hann þvoði fætur postula sinna. (Jh 13.14). Einfaldir sandalar, sem fótabúnaður, eru ekki aðeins tákn um fátækt þeirra, heldur einnig tilvísun til klæðaburðar postulanna, sem Jesús sendi út til að boða fagnaðarerindið (Mk 6.9). Þegar á allt er litið eru boðberar Karmels, þótt huldir séu innan veggja klaustursmúra, einnig virkir þátttakendur í hinu spámannlega trúboði Krists. Myndgervi heilagrar Teresu, eins og henni er lýst á íkoninu, lýsir henni sem mjög grannvaxinni og leggjalangri, sem líkt og þyrst hind geysist lipurlega yfir hæðir og dali í leit að vatni. Hér er það Guð sjálfur sem er fyrirmynd táknmyndarinnar bæði fyrir Þorstan og Svalandi Lindina. Það er sem Dýrlingurinn teygi sig upp á við í nálgun sinni til hins yfirskilvitlega. Hún lýtur öll að því einu að laða til sín anda Hins Heilaga Anda, á meðan hún á sama tíma stendur traustum fótum á klettinum. Allt táknar þetta kröftuga upplifun af nærveru Guðs í raunverulegum atburðum. Í ritum sínum birtist heilög Teresa sem algjörlega helguð lífinu, en á sama tíma fullkomlega trú sínum Guðdómlega maka. Hún þroskaði hjá sér til hins ítrasta það sem fegurst var í mannlegu eðli sínu um leið og hún leyfði hinum Fagra Guðdómi að samtvinnast því.
"Íkon af heilagri Teresu frá Avila hannað af Berfættri Karmelnunnu í Karmelklaustri í Hafnarfirði á Íslandi" árið 2009 í tilefni af 70. afmælisári stofnunar Karmelreglunnar á Íslandi og 25. afmælisári pólskra nunna á Íslandi.
"Ég sá engil standa mér til vinstri handar í líkamlegri mynd. [...].
Ég sá að hann hélt á löngu gullspjóti með járnoddi sem mér virðist vera glóandi. Mér fannst eins og engillinn ræki það nokkru sinnum í gegnum hjarta mitt og það gengi á hol. Þegar hann dró það út fannst mér líkt og dýpsti hluti eðlis míns fylgdi með því og að hann skildi mig eftir í funa guðdómlegrar elsku. Sársaukinn var svo skerandi að ég kveinkaði mér og ljúfleikinn sem samfara var þessum sársauka var svo ósegjanlegur, að engin þrá getur komið í stað hans og sálin finnur ekki neina huggun nema í Guði einum. Þessi sársauki er ekki líkamlegur heldur andlegur, þrátt fyrir að líkaminn öðlist hlutdeild í honum, og það jafnvel mikla. Þau elskuríku samskipti sem hér eiga sér stað milli sálarinnar og Guðs eru svo ljúf, að ég bið hann í allri sinni gæsku að leyfa þeim sem telja mig ekki segja satt og rétt frá, að sannreyna þessa elsku." (Bókinn um líf mitt 29,13)
Hl. Teresa frá Avila lýsir þannig þessa náð sem hún fékk nokkrum sinnum í lífinu.
Hvað er þessi náð sem getur virðast okkur fráleit?
Þetta er sérstök gjöf frá Guði, þar sem maður upplifur í gríðarlega miklum mæli Kærleika Guðs. Undirbúningur fyrir þessa náð er: að leyfa Guði að vera Drottinn lífsins, lifa í nánu sambandi við Hann og velja vilja Hans umfram allra gæði. En umfram allt Guð gefur þessa náð þeim sem verða kennarar um Kærleika og speki Guðs fyrir fjölda fólks.
Guð deilir með manni þessari náð með nesti Kærleika síns. Þetta er andleg náð og andlegt sár en stundum opinberast sár líka í líkamanum, og svo var hjá hl. Teresu frá Avila. Hjarta hennar var með gati sem samt (þótt ómögulegt sé á mannlegt hátt að lifa með gat í hjarta) truflaði hana ekkert að lifa áfram. Þessi náð gerir það að verkum að sálin "deyr fyrir allt sem er ekki Guðs". Hún sér glögglega að í Guði og vilja Hans er öll hamingja okkar og sál hennar er "upptendruð kærleika Guðs". Um leið er hún tilbúin að gera allt til að víðfrægja fyrir hverjum og einum kærleikur Guðs.
Karmelreglan var skrifuð um árið 1209 fyrir samfélag einsetumanna á Karmelfjalli svo að þeir "vandlætingasamir vegna Drottins, Guðs allsherjar" lifa í klaustur samfélagi og íhuga Guð í hinni heilögu Þrenningu.
Eftir að Karmelbræður fluttust til Evrópu breyttist lífstíll þeirra. Á 16. öld endurnýjaði hl. Teresa af Jesú frá Avila Karmelregluna í anda fyrstu reglunar frá Karmelfjalli. Einmitt þann 24. ágúst árið 1562 stofnaði hún fyrsta endurnýjaða klaustrið, Karmel hl. Jóseps í Avila fyrir berfættar Karmelnunnur. Með því byrjaði hún fyrst endurnýjum nunnuklaustra og svo (frá 1568 með hl. Jóhannesi af krossi) bræðra.
Hin endurnýjaða regla dreifði sér hratt fyrir utan landsteina Spánar. Í dag er hún í 85. löndum og er fjölmennasta íhugunarregla í heiminum með um 12.400 nunnum.
Heilög Teresa, var kölluð líka litla Teresa eða litið blóm Jesú, er ein af mest þekktum heilögum í
kirkjunni um allan heim.
Hvað var það svo merkilegt sem svo ung Karmelnunna gerði, sem kom
í klaustur 15 ára gömul, lifði í Karmel í aðeins 9 ár og dó 24 ára? Hvers vegna strax eftir dauða
hennar kom yfir allan heiminn "stormur dýrðar" Teresu, hún var kölluð verndardýrlingur trúboðs
(1927), verndardýrlingur Frakklands (1944), kirkjufræðari (1997), ævisaga hennar "Saga sálar"
var þýdd á yfir 60 tungumálum, en frá árinu 1994 hefur skrín með líkama hennar verið á ferð –
fyrst um Frakkland og svo um allan heim?
Teresa uppgötvaði "litla leið", eins og hún orðaði það og með því gerði hún "byltingu" í skilning á
heilagleika og Guði sjálfum . Hver er þessi "litla leið"?
Teresa ung fann fyrir djúpri þrá til að elska og vera heilög. En um leið fann hún fyrir því hve hún
var alltof veik til að fara þessa leið í sínum eigin krafti. Í leit að því að framkvæma áætlanir sínar
snéri Teresa sér til Jesú sem frá bernsku hafði þekkt sem kærleik. Í Biblíunni fann hún að Guð
með elsku vakir yfir þeim sem eru litlir og máttlausir (yfir þeim sem sjá sig þannig) en lítil lömb
ber í hjarta sér. Teresa skilur þrá Jesú að gefa okkur náð í allri gnægð. Svo, ef Jesús er
kærleikur sem vill úthella ást sinni yfir okkur - þá væri nóg að biðja Hann að elska aðra í kringum
okkur gengnum hjarta okkar "Ó Drottinn, ég veit að þú krefst ekki frá okkur þess sem er
ómögulegt, þekkir vel veikleika mína og ófullkomleika, þú veist vel að ég kann ekki elska systur
minnar eins og þú elskar þær, ef þú sjálfur, ó Jesús minn, munt ekki elska þær í gegnum mig."
Teresa með trausti faldi sig í faðmi Guðs - Kærleika og vill þiggja allt sem þessi kærleikur
áætlar henni. Teresa meðvituð um veikleika sína og í traust á Jesú sem er kraftur hennar skrifar:
"Ég er með eina leið til að sýna kærleika: ég mun kasta blómi sem þýðir að ég mun ekki sleppa
neinu tækifæri til fórnar þótt minsta væri, neinu augnaráði, neinu orði, ég mun nota jafnvel hið
minsta verk til að gera það af kærleika. Ég vil þjást af kærleika og vera glöð af kærleika. Á
þennan hátt mun ég kasta blómi frammi fyrir Jesú. Ég mun ekki sleppa neinu blómi án þess að
kasta blöðum þess fyrir þig. Og ég mun syngja ástar söng jafnvel þegar ég mun týna blóm milli
þyrna."
Teresa var viss um að "litla leiðin" hennar væri fyrir alla þótt að ekki allir vildu skilja hana og fara
eftir henni því ekki allir vilja sætta sig við það að vera veikir og syndugir. Þótt að einmitt
veikleikar gefi okkur aðgang að að miskunn Guðs. Hún var viss að hver sá sem vildi fara eftir
"litlu leiðinni" mundi hún ekki bregðast honum: "Ó, Jesú! Hvers vegna get ég ekki sagt öllum
litlum sálum hve óendanleg náðmildi þín er... Ég finn það að þótt þú munir finna sál sem er
veikari en ég, með gleði munt þú gefa henni en meiri náð ef hún mun með trausti fela sig í
óendanlega miskunn þína."
Teresa var mörgum sinnum að fullyrða að trúboð hennar mundi ekki klárast hér á jörðu: "Ég finn
að verkefni mitt mun hefjast á himni, verkefnið að græða í hjörtu kærleika Guðs, þann kærleika
sem ég elska, hann að kenna mönnum "litlu leiðina". HIMINN MINN VERÐI AÐ GERA GOTT Á
JÖRÐU."
Í 120 ár frá dauða hennar er reynsla óteljandi marga vitna um veruleika orða hennar.
Skrín með helgum dómum Teresu frá Lisieux og foreldra hennar er á ferðalagi um heiminn og hafði viðkomu á Íslandi. Karmelnunnan heilög Teresa frá Lisieux er einn dáðasti dýrlingur veraldar. Foreldrar hennar Lúðvík og Silja Martin eru fyrstu hjón í sögunni sem tekin eru í dýrlingatölu í sömu athöfn.
•Foreldrar hl. Teresu, hl. Lúðvík og Silja voru í klaustri okkar 1.-3. Nóvember - skoðið myndir og myndband.
•Helgirdómar Teresu af Jesúbarninu voru í klaustri okkar
22.-24. Nóvember - skoðið myndir á fanpage okkar:
undirbúning;
koma;
berum helgidómar í kapellu,
messa á pólsku, næturvaka;
messa á íslensku, blessun rósa,
helgidómar eru kvaddir.
Hún var yngsta barnið í fjölskyldunni sem var strangtrúuð gyðingafjölskylda. Á unglingsárum missti hún trú og árum saman taldi hún sig vera guðleysingja. Hún sökkti sér niður í fyrirbrigðafræði heimspekinnar sem hinn frægi prófessor Edmund Husserl var höfundur að og 1916 varð hún aðstoðarmaður hans. Hún var doktor við Háskóla í Göttingen. Sumarið 1921 tók hún ákvörðun sína að þiggja skírn eftir að hafa lesið sjálfsævisögu heilagrar Teresu frá Avila. Hún sjálf útskýrir þetta svona: "Ég tók fyrir tilviljun einhverja bók úr hillunni. Það var "Bókin um lif mitt" hl. Teresu frá Avila. Ég byrjaði að lesa og var hrifin. Ég las alla nótt og í lok lesturs sagði: "Þetta er Sannleikur". 1. janúar 1922 var hún skírð í kaþólsku kirkju og tók sér nafnið Teresa. Árið 1933 gerðist hún Karmelnunna í Karmelklaustri í Köln og fékk nafnið Teresa Benedikta af krossinum. Andlegar leiðbendandi hennar voru stærstu dulspekingar Karmels: hl. Teresa frá Avila og hl. Jóhannes af krossinum. 2. ágúst 1942 var hún handtekin af þýsku leyniþjónustunni (Gestapo) og flutt í þýsku fangabúðirnar í Auschwitz-Birkenau, þar sem Þjóðverjar drápu meira en eina miljón manna, aðallega Pólverja og Gyðinga. Þar, 9. ágúst 1942 var drepin systir Teresa Benedikta af krossinum - dr. Edith Steinn í gasklefa og lík hennar brennt. Hún var tekin í tölu heilagra 11. október 1998 og árið 1999 Jóhannes Páll II gerði hana að verndardýrlingi Evrópu. Hl. Teresa Benedikta skrifaði: "Guð er Sannleikur. Sá sem leitar sannleikans leitar Guðs jafnvel þótt að hann taki ekki eftir því." "Að vera Guðsbarn merkir að ganga með Guði, að gera vilja Guðs en ekki sinn eigin vilja, að leggja öll áhyggjefni og allar vonir í hendur Guðs."
Jesús, eftir að Hann kláraði kærleiksverk sitt á jörðu, endurlausn okkar, fer til himna og þar áttum við að hittast. Þegar Hann sendir lærisveina sína til að boða öllum gleðiboðskap, sagði Hann: "Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." (Mt 28,20) Þessi orð eru líka til okkar. Loforð Jesú um nærveru Hans í lífi hver og eins af okkur gildir alltaf. Eins og í byrjun kristninnar, líka í dag Drottinn Jesú vill vera með okkur í hversdagsleika. Hann er nálægt okkur og í okkur. Undistaða andlegu kenningu Karmels er sannleikur um nærveru Guðs í hjarta hvers mans. Hl. Teresa af Jesú frá Avila á mörgum stöðum skrifar um reynslu sína: "Ég leitaðist við eftir fremsta megni að setja Jesús Krists, Guð okkar og Drottinn, mér fyrir sjónir hið innra og þetta var sú viðleitni sem setti mark sitt á bænalíf mitt. Ef ég hugleiddi eitthvað atvik í píslum Hans leitaðist ég við að sjá hann fyrir mér hið innra." (Bókin um líf mitt 4,7) Um leið fullyrðir hún að "það er ekki nauðsynlegt að hverfa til himna til að tala við sinn eilífa Föður og gleðjast í honum. Það er heldur ekki nauðsynlegt að hrópa hátt. Hversu lágt sem okkur liggur rómur er hann svo nálægur að hann heyrir til okkar. Við þurfum heldur ekki á neinum vængjum að halda til að finna Hann. Allt sem við verðum að gera er að vera einar með sjálfum okkur og horfa til hans hið innra með okkur." (Vegurinn til fullkomleikans 28, 2). Blessaður Laurentius af Upprisu Jesú (1614-1691), bróðir, kokkur og skósmiður í Karmel í Frakklandi, hafði nærveru Jesú að miðpunkti lífsins: "… í virkni dagsins, jafnvel í vinnunni, var ég meðvitaður að Jesús er hjá mér eða í djúpi hjarta míns (…). Þegar ég var á bæninni, þessi vitund veitti mér huggun og sælu. (…) Ég er að vinna eðlilega í návist Guðs, í trú, með auðmýkt og kærleika og legg mig allan að gera ekkert, segja ekkert, hugsa ekkert, sem mun ekki líkast Jesú. Ég vona að þegar ég geri það sem er í mínum mætti, Hann gerir með mér það sem líkast Honum." (úr bréfi til andlega leiðbendanda) Hl. Elísabet af Hl. Þrenningu uppgötvaði sína persónulegu leið til Guðs í merkingu nafns síns (Elísabet – Guðs hús). Hl. Teresa af Jesúbarninu frá Lisieux, sagði við systur sína að hún gleymir aldrei um návist Guðs "Ég veit að ég aldrei gleymi Guð jafnvel í þrjá mínútur, því er náttúrlegt að hugsa um þann sem við elskum!" En hl. Jóhannes af Krossi skrifar: "Vertu glöð og fagnaðu í innri einbeitingu þinni ásamt honum vegna nálægðar hans! Þarna skaltu þrá hann og tilbiðja. Leitaðu hans ekki hið ytra utan sjálfrar þín. Þannig glatar þú andlegri einbeitingu þinni og höfginn kemur yfir þig og þú finnur hann ekki og nýtur hans ekki með neinnni vissu eða beinum hætti utan sjálfrar þín" (Ljóð andans 1, 8). Hver mundi ekki vilja dvelja alltaf í návist góðu manneskju, elskandi, næmu, sem í hvaða ástæðum sem er tilbúin að styðja, leiða og styrkja? Jesús er sú manneskja! Þótt áætlanir Guðs eru oft frábrugðnar okkar og í lífinu upplifum erfiðleika og þjáninga, sem viljum á nátturlegan hátt forðast, vist er að Guð vill snúa allt okkur til góðs. Að lifa í návist Jesú gefur okkur skilning um áætlanir Hans í atburðum, persónum og innblástrum hjartans, er stuðningur í erfiðleikum, opnar skilning kærleika Hans í lífi okkar og hve Hann er góður! Gjöf sem Jesús veitir okkur í leyndardómi dagsins – gjöf Hans sjálfs – er nærri en að rétta hendur – er í okkur! Þessi gjöf krefst áreynslu og þrautseigju en verður að ómetanlegri fjarsjóði lífsins fyrir hver og einn sem njótti hvatningu hl. Teresu af Jesú: "Þetta er líkt og að nálgast eld. Hann getur verið mikill, en meðan þið nálgist hann ekki og felið hendur í skauti getið þið ekki vermt þær mikið (…) en það gegnir allt öðru máli þegar við leitumst við að nálgast hann. Svo er með Jesús sem er stór eldur sem vermir með kærleika sínum; En þarf að nálgast þessu eldi. Ef sálin er vel undirbúin (ég á við að hún vilji njóta ylsins) og ef hún dvelur þarna um hríð, mun hún njóta þessa sama yls tímanum saman." (Vegurinn til fullkomleikans 35, 1).
Þann 26. ágúst heiðrar Pólland móður og drottningu sína, Maríu mey á myndinni í Jasna Góra í Czestochowa. Í Karmelklaustri okkar er þetta sérstök stórhátíð vegna þess að klaustur okkar er helgað flekklausu Maríu mey frá Jasna Góra og hl. Jósep. Mynd af Maríu mey sem einnig er kölluð Svarta Madonna, er máluð á timburs fjöl með íkona aðferð en fyrstu staðfestu heimildir um sögu myndarinnar eru frá árinu 1384 þegar hún var færð hl. Pálsbræðrum að gjöf af prins Wladyslaw. Brátt tók fólk frá Póllandi og víðs vegar frá að streyma að til Maríu meyjar með bænarefni sín og fékk bænheyrslu og móðurvernd.
María mey frá Jasna Góra tengist sögu Póllands órjúfanlegum böndum og hefur vakað með móður hjarta í gegnum aldirnar í erfiðri og kvalafullri sögu þess. Hægt er að segja að andlit hennar beri þess vitni enda eru sáraför á myndinni eftir árás á 15. öld. Hjarta pólsku þjóðarinnar hefur alltaf verið hjá Maríu mey frá Jasna Góra jafnvel þegar landið var hertekið og Pólland var ekki til á kortum. Hjá henni báðu Pólverjar um hjálp á hörmulegum tímum sögunnar og fundu kraft til að berjast fyrir frelsi.
Á tímabili var Jasna Góra virki sem veitti óvina herjum mótstöðu en það var alltaf virki trúar og vonar! Þangað komu konungar til að fela Maríu land sitt og þjóð. Þangað komu og koma óteljandi margir pílagrímar með gleði sína, sorgir og áhyggjur. Á Jasna Góra hafa þeir sem misst hafa trú sína og von fundið á ný tilgang lífsins og leið til Jesú.
Annálar og áheitagjafir á Jasna Góra vitna um það hve óteljandi margir hafa fengið bænheyrslu og tákn um móðurvernd. Jasna Góra er einn af frægustu pílagrímsstöðum kistinna manna. Ár hvert koma hópar gangandi pílagríma frá flestum borgum Póllands og erlendis frá, oft gangandi hundruð kílómetra.
Mynd í kapellu okkar er eftirmynd Maríu meyjar frá Jasna Góra. Hún kom til Íslands árið 1984 með pólskum Karmelnunnum. Við felum hjarta Maríu öll bænarefni Íslands, Póllands og heimsins. Við treystum hennar móðurást og umhyggju og að hún leiði alltaf börnin sín beint til Jesú.